Hrútar og allar heimsins Maríur
Sýningin Hrútar og allar heimsins Maríur stendur yfir í Listaskálanum á Brúnum – BrúnirHorse í Eyjafjarðarsveit. Þar sýna saman þau Einar Gíslason og Katla Karlsdóttir, Einar er með stór olíumálverk af hrútum og Katla með Maríumyndir.
Katla er fædd í Danmörku árð 1996 en bjó í Eyjafirði um skeið á yngri árum og stundaði þá nám við Hrafnagilsskóla þar sem Einar kenndi henni myndlist. Katla hefur bróðurpart ævi sinnar búið í útlöndum, síðustu 8 ára í Belgíu. Hún lauk alþjóðlegu stúdentsprófi árið 2014 og stundaði fornám við Paris Collage of Art í Frakklandi. Undanfarin fjögur ár hefur hún lagt stund á skartgripahönnun, gull og silfursmíði við Royal Academy of Fine Art í Antwerpen og lauk nýverið BA-prófi þaðan. Á sýningunni í Listaskálanum sýnir hún teikningar gerðar fríhendis með penna og bleki.
Hrútar Einari hugleiknir
Einar er myndlistamaður og bóndi á Brúnum, fæddur á Akureyri árið 1960. Hann rekur vinnustofu á heimili sínu. Einar er búfræðingur frá Hólaskóla og einnig með meistararéttindi í járnsmíði. Þá lauk hann prófi frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og námi í uppeldis- og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri til kennsluréttinda. Hann er starfandi myndmenntakennari við Hrafnagilsskóla. Hann sýnir olíumálverk á striga, en viðfangsefni hans er hrútar sem lengi hafa verið honum hugleiknir.
Sýningin stendur til 13. ágúst næstkomandi.