Hraðakstur um Oddeyrargötuna
Meðal umferðarhraði um Oddeyrargötuna á Akureyri fjóra daga í nóvember var 36 km á klst. en hámarkshraðinn er 30 km. Þetta sýna mælingar á vegum bæjarins. Þar kemur einnig fram að sá sem ók hraðast mældist á 85 km hraða, eða nálægt þreföldum hámarkshraða. Íbúi við götuna sem Vikudagur ræddi við segir hraðakstur algengan á svæðinu. Það er hraðahrindrun fyrir utan íbúðina mína sem er svo lítil að hún gerir ekkert gagn. Það þarf róttækar breytingar og ég myndi vilja sjá hluta götunnar gerða að einstefnu.
throstur@vikudagur.is