Hópur (h)eldri borgara í Kaupmannahafnarferð
Föngulegur hópur eldir borgara frá Akureyri og Norðurlandi hélt til Kaupmannahafnar sunnudaginn 11. desember í Aðventuferð á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara. Aðventuferðir fseb.is hafa verið farnar síðan 2004 en þetta er í fyrsta sinn sem hópur kemur í heilu lagi með flugi frá Akureyri og er það mikið fagnaðarefni að sögn forsvarsmanns ferðaskrifstofunnar. Hópurinn dvelur á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri í Kaupmannahöfn í 4 nætur og nýtur jólastemningarinnar í Kaupmannahöfn og gerir vel við sig í mat og drykk meðan á ferðinni stendur. Flogið verður heim fimmtudaginn 15. desember meðNiceair beint til Akureyrar. Stefnt er að fleiri slíkum ferðum frá Akureyrarflugvelli á næsta ári.