Stærsta árið hjá Hollvinum SAk sem gáfu tækjabúnað fyrir 72 milljónir

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd úr safni.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd úr safni.

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri gáfu sjúkrahúsinu gjafir fyrir alls 72 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Þetta er stærsta árið hjá Hollvinum hingað til. Á meðal tækja sem Hollvinir hafa látið SAk í té á árinu má m.a. nefna fjórtán sjúkrarúm, ómtæki fyrir fæðingardeildina, hjartalínuritstæki, lasertæki og öndunarvél sem er væntanleg í nóvember.

Hollvinasamtök SAk voru stofnuð í desember árið 2013 og eru félagsmenn hátt á þriðja þúsund.

Nýjast