Hollvinasamtök SAk Kristnesspítali fær 23 ný rúm

Jóhannes Gunnar Bjarnason formaður Hollvinasamtaka SAk.   Mynd Fengsæll
Jóhannes Gunnar Bjarnason formaður Hollvinasamtaka SAk. Mynd Fengsæll

 Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri hafa gefið alls 23 ný fullkomin rúm sem afhent verða Kristnesspítala á næstunni. Jóhannes Bjarnason formaður Hollvinasamtakanna segir að þau hafi kostað um 14 milljónir króna en mikil og brýn þörf hafi verið á að skipta út eldri rúmum á spítalanum og taka í notkun ný og betri í þeirra stað.  Hið sama má segja um næsta tæki sem samtökin hyggjast safna fyrir, en það er fósturómsjá fyrir kvennadeild SAk en þörf er á nýrra og öflugra tæki en það sem til er.

 Í lok janúar er svo væntanleg til landsins hryggsjá, tæki sem Hollvinasamtökin söfnuðu fyrir, en það tæki er stærsta og dýrasta einstaka tækið sem samtökin hafa safnað fyrir. Tæki af þessari gerð er ekki til hér á landi. Gert er ráð fyrir að það verði tekið í notkun í kringum næstu mánaðamót.

Nýjast