Hjólaði 2060 kílómetra í ágúst

Fáir heimsóttu kýrina Eddu eins oft í ágústmánuði og Ríkarður   Myndir aðsendar
Fáir heimsóttu kýrina Eddu eins oft í ágústmánuði og Ríkarður Myndir aðsendar

Hjólreiðafélag Akureyrar stóð fyrir áskorun fyrir félagsmenn sína í ágúst þar sem markmiðið var að hjóla 1000 km og fá fyrir grobbréttinn  og bol því till staðfestingar. Þónokkur fjöldi hjólara skráði sig til leiks og hófust hjólarar á svæðinu strax við að safna kílómetrum en enginn að jafn miklum krafti og Ríkarður Guðjónsson. En Ríkarður sem verður sextugur þann 29. september næstkomandi gerði sér lítið fyrir og hjólaði 2.060 kílómetra á 74 klukkustundum og fór nærri tvær ferðir uppá fjallið Everest eða 15.000 metra uppávið.

Til að setja þessa tölur í eitthvað samhengi eru þetta tvær heilar vinnuvikur hjá flestum, 66,5km að meðaltali á dag ef allir 31 dagar mánaðarins eru taldir með en Ríkarður eða Rikki eins og hann er kallaður fékk sér þó hvíld fimm daga í ágúst og hjólaði aðeins 26 daga sem gerir þá 82km að meðaltali þá daga sem hann hjólaði.

Aðspurður hvað konunni hans þykji um að hann hjóli svona mikið samhliða fullri vinnu segir hann að henni hafi þótt nóg um og hafi þá helst óttast að hann færi fram úr sjálfum sér á einhverjum tímapunkti en hún hafi stutt hann í þessarri vitleysu og svo mörgum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.

Hvað ætlar svo Ríkarður að hjóla langt í september er eflaust spurningin sem brennur á flestum.  ,,Taka því aðeins róglegra en hver veit hvað verður” sagði Ríkarður að lokum.

Í kvennaflokki var það Sóley Kjerúlf Svansdóttir sem lengst hjólaði en hún lagði undir dekk hvorki meira né minna en 1.500 km sem er virkilega vel að verki staðið.  

Sóley Kjerúlf Svansdóttir hjólaði 1.500 km í ágúst sem er frábært.

Nýjast