Heilsuvernd - kauptilboð í Vestursíðu 9 og Austurbyggð 17

Dvalarheimilið Hlíð
Dvalarheimilið Hlíð

Bæjarráð Akureyrar tók fyrir á fundi sínum í morgun erindi dagsett 15 nóv. s.l. frá Teiti Guðmundssyni f.h. óstofnaðs einkahlutafélags í eigu Heilsuverndar ehf. þar sem gert er kauptilboð í húseignirnar Vestursíða 9 (Lögmannshlíð) og Austubyggð 17 (Hlíð).  Tilboðið gildir til 26. nóv. n.k. 

Bæjarráð samþykkti með fimm samhljóða atkvæðum að setja umrædd hús í söluferli og óskaði eftir aðkomu ríkisins að því.  Bæjarráð fól bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræðð við hlutaðeigandi ráðuneyti og bréfritara.   Kauptilboðið hljóðar  uppá þrjá milljarða.

Nánar síðar.

Nýjast