Hefur stundað lyftingar í bráðum hálfa öld

Freyr Aðalsteinsson á  Bikarmóti KFA í tilefni af 40 ára afmæli félagsins árið 2014.
Mynd Páll Jóha…
Freyr Aðalsteinsson á Bikarmóti KFA í tilefni af 40 ára afmæli félagsins árið 2014. Mynd Páll Jóhannesson

„Þegar ég var lítill strákur átti ég mér þann draum eins og margir strákar að verða sterkur,“  segir Freyr Aðalsteinsson sem heldur betur hefur komið við sögu kraftlyfinga á Akureyri. Hann byrjaði að æfa 15 ára gamall árið 1974,um leið og stofnaður var félagsskapur utan um kraftlyfingar og æfingar í íþróttinni hófust. Freyr en enn að og stefnir að því að taka þátt í afmælismóti árið 2024 þegar þess verður minnst að hálf öld er liðin frá því Akureyringar hófu að stunda kraflyftingar. Hann tók þátt í slíku móti árið 2014.

Freyr er fæddur árið 1958 og verður 62 ára í desember næstkomandi. Hann ólst upp í Glerárhverfi, lærði járnsmíði hjá Slippstöðinni og vann þar nokkur ár en líka hjá Vélsmiðjunni Odda. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Stavanger í Noregi árið 1985.

Freyr var og einn af frumkvöðlum lyftingamanna á Akureyri og formaður Kraftlyfingafélags Akureyrar um skeið. Hann á nú 5 Íslandsmet í öldungaflokki og hefur slegið um 150 met á sínum ferli ef allt er talið heim í hérað, unglinga- fullorðins- og öldungaflokks met. Rætt er við Frey í nýjasta Vikublaðinu.

Nýjast