Haustfundur AFE í dag

Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi á Akureyri setur fundinn. Þóroddur Bjarnason stjornarformaður Byggðastofnunar ræðir um byggðastefnu og sóknarfæri Eyjafjðararsvæðisins. Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar talar um reynsula af sameiningu sveitarfélaga, Grétar Eyþórsson stjórnmálafræðingur talar um sameiningu sveitarfélaga eða samstarf þeirra og í lokin munu fulltrúar sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu ræða atvinnumál.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast