Haustfagnaður Ljótu hálfvitanna á Græna hattinum
„Í gamalli bók um innihaldslausar bábiljur segir, „Þegar hálfvitar spila saman sumar og haust er það fyrir fyrnavetri. Mikið verður um gulan snjó, skíðafæri verður sérlega gott en bara á nóttunni og búast má við láréttum hagléljum þriðja hvern dag,“ segir í tilkynningu frá Græna hattinum þar sem Ljótu hálfvitarnir spila um helgina.
Ef eitthvað er að marka þetta ættu Akureyringar og nærsveitamenn að búa sig undir fyrnavetur því Ljótu hálfvitarnir munu einmitt spila saman sumar og haust á Græna hattinum föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. september kl. 22:00.
„Að flestu leyti verður dagskráin með hefðbundu sniði en hver veit nema að eitthvað nýtt og spennandi fái að fljóta með.“