20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Hátíð fyrir alla fjölskylduna á Akureyri
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Frá fimmtudegi til sunnudags er boðið upp á þéttskipaða dagskrá. Sparitónleikar verða á Leikhúsflötinni á sunnudagskvöld og þar koma fram Páll Óskar, Hera Björk, Emmsjé Gauti, Volta, Úlfur Úlfur, KA-AKÁ, Dagur Sigurðsson o.fl. Sparitónleikunum lýkur með flugeldasýningu.
Áhersla er lögð á að verslunarmannahelgin á Akureyri einkennist af viðburðum sem gera allri fjölskyldnni kleift að njóta þess að vera saman og láta jafnvel til sín taka með beinum hætti.
Sérstök krakkadagskrá verður í miðbænum á laugardag, hátíðartónleikar með ýmsum flytjendum á Ráðhústorgi á föstudags- og laugardagskvöld, markaðsstemning á Ráðhústorgi allan sunnudaginn, Kirkjutröppuhlaupið verður á sínum stað sem og Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju. Þetta er aðeins brot af því sem verður á boðstólum.
Öll dagskráin er birt á heimasíðunni www.einmedollu.is