Handtekinn eftir stuttan sprett

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Lögregla hljóp uppi ökumann sem stal bifeið í miðbæ Akureyrar í morgun. Spretturinn var stuttur segir lögregla á facebook síðu sinni.

Tilkynnning barst skömmu fyrir kl. 10 í morgun um að bifreið hefði verið stolið í miðbænum. Ökumaður hennar hafði skilið hana eftir í gangi á meðan hann ferjaði vörur inn í hús, en þegar hann kom til baka var bifreiðin horfin.

Hún sást skömmu síðar og gaf lögregla ökumanni merki um að stöðva bifreiðina sem hann gerði eftir stutta eftirför. Hann reyndi í fyrstu að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn eftir stuttan sprett og fluttur á lögreglustöð.

Nokkru síðar segir lögregla í færslu sinni var óskað eftir aðstoð þar sem maður var sagður hafa ráðist á annann í heimahúsi. Í ljós kom að maðurinn sem var gestkomandi var í annarlegu ástandi og tilkynning um að hann hefði ráðist að húsráðanda ekki á rökum reist. Maður hafði hins vegar þýfi í fórum sínum og var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa.

/MÞÞ

Nýjast