13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Handboltinn á Akureyri
Akureyringar mega vera stoltir af mörgu. Eitt af því sem þeir geta verið stoltir af eru handboltalið bæjarins. Í dag spila þrjú lið í bænum í efstu deild. Ekki í nokkurri annarri boltagrein er staðan svona. Þarna er ég að tala um Þór, KA og sameiginlegt lið KA/Þórs. Aðeins Hafnafjörður og Reykjavík geta státað af fleiri liðum í efstu deild í handbolta.
Þegar ég ólst upp, þá var handbolti í minningunni aðal íþróttin. Það var alltaf líf og fjör í íþróttahúsum bæjarins og þá sérstaklega í KAheimilinu og oftar en ekki kom það fyrir að maður þurfti að mæta 1 klst fyrir leik til að ná sæti. Á þessum tíma gaf félagið mitt gaf mér mikið, svo mikið að síðustu ár ég hef ákveðið að endurgjalda KA með mikilli sjálfboðavinnu. Það hef ég gert í því formi að koma að rekstri karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þórs.
Ég vil hvetja alla sem einhvern tíman hugsað um það að vinna í íþróttafélagi í sjálf boðavinnu til að hætta hugsa um það og mæta. Það er alltaf hægt að nota fleiri til að gera hlutina betur. Ef ekki mæta, þá geta menn styrkt félögin. Að reka handboltalið á landsbyggð inni er hægara sagt en gert. Í raun og veru er ávallt erfiðara að reka lið sem er ekki á stór höfuðborgasvæðinu. Þetta er einfaldlega þrekvirki að ná að reka þessi félög.
Vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrir tækjum í bænum fyrir þann stuðning sem þau veita liðunum og vil ég hvetja lesendur til að horfa á auglýsingar í húsunum þegar þið farið á næsta leik. Án þeirra væri þetta ómögulegt! Í dag eru skrítnir tímar, svokallað Covid ástand og finnum við mikið fyrir því. Ef þetta ástand heldur áfram í vetur horfum við fram á um 60-70% rýrnun af áhorfendatekjum fyrir veturinn. Enn vitum við ekki einu sinni hvar þetta endar. Nú hefur verið ákveðið að fresta öllum kappleikjum í 2 vikur. En allur stuðningur er vel þeginn.
Í öllum þessum liðum er mikið af uppöldum leikmönnum og allir þjálfarar liðanna eru heimamenn. Gríðarlegur kraftur hefur einkennt starfið undanfarin ár og við erum ekkert á því að fara slaka á. Akureyri á að eiga handboltalið í efsta styrkleikleikaflokki, alltaf. Það er undir okkur öllum komið þ.e.a.s bæjarfélaginu. Stelpurnar í KA/Þór unnu sinn fyrsta titil í haust, vonandi fyrsti af mörgum. Með árangri fylgir áhugi! Með áhuga fylgja fleiri iðkendur! Með árangri fylgja frábærar fyrirmyndir sem börnin okkar vilja líkjast!
Áhugi ungra iðkenda er að aukast og erum við ótrúlega ánægð með það. Ég vil hvetja ykkur öll til að leggja lóð á vogarskálarnar við að lyfta handboltanum upp á þann stall sem hann á heima Í heimabankanum liggur krafa frá handknattleikdeild KA upp á 2990 krónur. Með því að greiða þessa kröfu er verið að styrkja bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs í baráttunni í vetur. Lifi handboltinn!!
-Atli Þór Ragnarsson, handboltaáhugamaður