Hægræðingarhópurinn vill sameina háskóla
Hægræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti tillögur sínar síðdegis um auka framleiðni og skilvirkni í ríkisrekstri. Hópurinn leggur meðal annars til að háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf milli háskóla auki, þannig að fé sem lagt er til háskólakerfisins nýtist betur. Jafnframt verði þróað samræmt rekstarform og eitt fjármögnunarlíkan fyrir alla háskóla. Kannaðir verði möguleikar á því að tengja fjármögnun við gæði náms.