11.desember - 18.desember - Tbl 50
Guðmundur Baldvin vill leiða lista Framsóknar
Ég tel að stærsta verkefni bæjarstjórnar á næsta kjörtímabili verði að rétta við rekstur bæjarsjóðs og forgangsraða í rekstri hans og ég vil gjarnan taka þátt í þeirri vinnu, segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, sem vill leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Við þurfum að standa vörð um félags- og skólamál, þessir málaflokkar verða örugglega áberandi í aðdraganda kosninganna næsta vor. Skipulagsmál verða sömuleiðis ofarlega á blaði með væntanlegu miðbæjarskipulagi og ég vil gjarnan sjá meiri umræðu um möguleika á þéttingu byggðar.