20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Guðbjörg Ringsted með málverkasýningu
Guðbjörg Ringsted hefur opnað málverkasýningu að Brúnum í Eyjafjarðarsveit. Þar sýnir hún málverk þar sem þemað er blómamunstur af íslenska kvenþjóðbúningnum; en Guðbjörg hefur fengist við þetta viðfangsefni undanfarin ár.
Blómin fá þó visst frelsi í meðförum hennar og eignast sitt eigið líf.
Sýningin stendur til 23. september og er opin alla daga frá kl 13-18 sem er opnunartími gallerísins og kaffihússins að Brúnum. Guðbjörg er útskrifuð úr grafíkdeild MHÍ árið 1982 og hefur unnið að myndlist síðan þá.