Grímseyingar vilja endurvekja skólahald
Íbúar í Grímsey hafa lagt fram ósk um að endurvekja skólahald í eynni. Minnisblað Kristínar Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar var lagt fram á síðasta fundi ráðsins.
Skólahald var lagt niður í Grímseyjarskóla haustið 2019 en veturinn áður, skólaárið 2018 til 2019 höfðu þrír nemendur stundað nám við skólann og tveir voru í leikskólanum. Þá var staðan sú að ein fjölskylda með börn var að flytja úr eynni þannig að einungis var eftir sitt hvort barnið í leik- og grunnskóla.