Góðir dagar hjá Grófinni
Þessi vika hefur svo sannarlega verið viðburðarrík í Grófinni!
Á þriðjudaginn komu Jóhanna forstöðukona og Ásdís stjórnarkona, fulltrúar frá Hvítasunnukirkjan á Akureyri og afhentu okkur afrakstur kótelettukvöldsins sem haldið var til styrktar Grófinni í lok nóvember. Við erum þeim mjög þakklát fyrir þessa rausnarlegu gjöf!
Á miðvikudaginn skelltum við okkur svo í jólaþrifin og á fimmtudaginn héldu Unghugar opinn viðburð þar sem öllum Grófarfélögum var boðið upp á pizzur og bíókvöld, en að sjálfsögðu varð Grinch fyrir valinu.
Í dag endum við svo vikuna á jólahlaðborði þar sem við ætlum að klæða okkur í okkar fínasta púss og njóta góðs matar og enn betri félagsskapar.
Á Pólinn fyrir jólin hefur líka skotgengið og eigum við ekki nema rétt rúmlega 500 kílómetra eftir. Við vekjum aftur athygli á því að hægt er að heita á okkur!
Kennitala: 430316-0280
Reikningur: 0565-14-405078
Jóladagskráin heldur svo áfram í næstu viku, en við ætlum að skreyta Grófin á mánudaginn”