Góður árangur hjá Óðinsfólki

Gullmót KR í sundi fór fram um liðna helgi í Reykjavík þar sem yfir 600 sundmenn tóku þátt, en auk íslenskra sundmanna voru þátttakendur frá Danmörku og Finnlandi. Bryndís Bolladóttir hjá Sundfélaginu Óðni náði þeim frábæra árangri að synda undir gildandi Íslandsmeti í telpnaflokki  (13-14 ára) í 50 metra flugsundi.

Bryndís á sjálf metið í flokknum sem hún setti í síðasta mánuði á Reykjavík International Games. Hún náði einnig góðum árangri í 100 metra skriðsundi og tryggði sér þátttökurétt á EYOF leikunum (Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar) sem haldnir verða í Póllandi í sumar. Þá setti Bryndís mótsmet í fjórum af þeim sex greinum sem hún keppti í. Aðrir keppendur Óðins stóðu sig einnig vel og vann  sundfólkið til fjölda verðlauna.

Nýjast