Góð tíð vel nýtt við framkvæmdir á Jaðarsvelli

Frá endurbótunum á Jaðarsvelli á dögunum.  Mynd  GA
Frá endurbótunum á Jaðarsvelli á dögunum. Mynd GA

Vallarstarfsmenn  Golfklúbbs Akureyrar gripu góða tíð  fram eftir hausti báðum höndum  og  unnu að endurbótum  á vellinum eins og fram kemur á heimasíðu klúbbsins.

Meðal verkefna sem ráðist var í má nefna að rafmagn var lagt í  seinni níu holurnar til að hægt sé að hlaða slátturóbota sem munu fjölga á næstu árum og verða nokkrir slíkir komnir í gagnið á röffsvæðum seinni níu fyrir næsta sumar. Dren vinna hélt áfram og var sú vinna  á 3. og 15. í haust. Aukið dren var lagt á 18. braut og þá sérstaklega í glompum ásamt því að setja vökvunarkerfi í forgreen flatarinnar. Nýr rauður teigur á 11. ásamt nýjum fremsta teig og verða þeir þökulagðir á vordögum.  Eins er vinna við að leggja snjóbræðslu í stéttina fyrir utan inngang á neðri hæð golfskálans langt komin.

Þá hafa sjálfboðaliðar sem kalla sig Fjósakallarnir, haldið áfram með sína einstöku vinnu en undanfarna vetra hafa þeir endurbyggt ,,fjósið“ svo það þjóni þeim tilgangi sem það gerir nú. Í haust hafa þeir verið að byggja hús fyrir salerni sem munu fara út á völl og verða þau klár fyrir næsta sumar, húsin munu standa við 7.teig og 14.teig.

Nýjast