Góð gjöf til slökkviliðsins
Fulltrúar frá félagi eldri borgara í félagsmiðstöðinni Birtu komu heldur betur færandi hendi í heimsókn þeirra til Slökkviliðs Akureyrar i dag.
Eða eins og segir á Fb síðu Slökkvilið Akureyrar
,,Í dag tókum við á móti 62 böngsum! Bangsarnir eru handgerðir af félagi eldriborgara í félagsmiðstöðinni Birta.
Bangsarnir gegna því mikilvæga hlutverki að aðstoða okkur við að börnum líði betur þegar þau ,,lenda” í því að fá ferð með sjúkrabíl.
Við þökkum innilega fyrir þessa æðislegu gjöf og verður ánægjulegt að veita þessum böngsum nýtt heimili“