Glæsileg gjöf Hollvina SAk

Jóhannes Gunnar Bjarnason er formaður  Hollvinasamtaka SAk
Jóhannes Gunnar Bjarnason er formaður Hollvinasamtaka SAk

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) gera það svo sannarlega ekki endasleppt og afhentu formlega í gær  Kristnesspítala glæný  23 rafknúin sjúkrarúm af bestu gerð.

Reyndar er ekki langt um liðið frá seinasta innliti Hollvina SAk á Kristnes því fyrir fyrir fáeinum mánuðum færðu samtökin spítalanum sjö sjónvörp til uppsetningar  á herbergjum sjúklinga og  tvö stór tæki sem komið var fyrir í betri stofu og hið seinna í fundarherbergi starfsfólks  og sjúklinga.  Ekki þarf velta mikið fyrir sér hve dýrmætt það er fyrir SAk að eiga  jafn öflugan félagskap hollvina og raun ber vitni.

Hollvinasamtök SAk eru almannaheillafélag og á skrá sem slíkt.  Það þýðir að  framlög til samtakana eru frádráttarbær til skatts, gildir þá einu hvort um sé að ræða einstakling eða fyrirtæki.  Árgjaldið er kr. 6000

Þú gerist hollvinur með því að fara á heimasíðu SAk og skráír þig þar.

Hlekkurinn er hér.   https://www.sak.is/is/moya/page/hollvinasamtok-sjukrahussins-a-akureyri 

Eða sendir tölvupóst á netfangið hollvinir@sak.is

 

Nýjast