Fyrstu lóðum í Holtahverfi úthlutað í vikunni

Mynd/akureyri.is
Mynd/akureyri.is

Skipulagsráð samþykkti í vikunni úthlutun 19 byggingarlóða í Holtahverfi austan Krossanesbrautar. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.

22 lóðir á þessu spennandi uppbyggingarsvæði voru auglýstar 15. september síðastliðinn með umsóknarfresti til 6. október. Alls bárust umsóknir frá 33 einstaklingum og 15 lögaðilum. Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða.

Mikill áhugi á lóðunum varð til þess að í mörgum tilvikum var dregið úr gildum umsóknum á fundi skipulagsráðs á miðvikudaginn. 

Ákveðið var að bíða með úthlutun þriggja lóða: Álfaholts 4-6, Álfaholts 8-10 og Álfaholts 12-14. Fallið var frá úthlutun fyrstnefndu lóðarinnar að svo stöddu því skoða þarf betur afmörkun lóðamarka. Í hinum tveimur tilfellunum höfðu umsækjendur þegar fengið lóð í þessari úthlutun. Samkvæmt reglum bæjarins getur hver einstaklingar aðeins fengið byggingarrétt á einni lóð í hvert sinn og því verða lóðirnar auglýstar að nýju.

Gert er ráð fyrir að flestar þeirra lóða sem var úhlutað í vikunni verði byggingarhæfar næsta vor.

Smellið gif

Nýjast