Fyrir áhugamenn um gamla bíla og bílnúmer
Eftir að ég skrifaði grein um gamla bíla og bílnúmer hér í blaðinu fyrr á árinu hafa margir haft samband við mig og gefið mér ýmsar upplýsingar um bílnúmerin. Það er hins vegar svo að þær upplýsingar sem ég byggði á og geri áfram eru upplýsingar um bílnúmerin eins og þau voru um áramótin 1944 til 1945. Eins og áður kom fram virðist svo að sum bílnúmer hafa fylgt fjölskyldum um áraraðir en önnur hafa flakkað á milli manna og fyrirtækja.
Það er ekki raunar fyrr en á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar sem lágu bílnúmerin fara að verða verulega vinsæl. Helst vildi engin láta af hendi eins, tveggja eða þriggja stafa bílnúmer og þega þeir bílar voru seldir þá þurftu kaupendur að setja ný númer á bílinn. Í síðustu grein var skrifað um bíla með númerum frá A 1 og til A 30.
Nú höldum við áfram.
A 31 Chevrolet vörub. 1931 Eig. Svifflugfélag Akureyrar
A 32 Chevrolet vörub. 1929 - Arnór Benediktson
A 33 Enginn skráður
A 34 Nash fólksb. 1929 - Oddur Torarensen
A 35 Plymouth fólksb. 1941 - Gunnar Hallgrímsson
A 36 Buick vörub. 1926 - Guðmundur Tryggvason
A 37 Plymouth fólksb. 1942 - Karl Friðriksson
A 38 Chevrolet vörub. 1941 - Síldarbræðslust. Dagv. eyri.
A 39 Chevrolet vörub. 1942 - Kaupfélag Eyfirðinga
A 40 Dodge vörubíll 1942 - Kaupfélag Eyfirðinga
A 42 Plymouth fólksbíll 1942 - Þorsteinn Jóhannesson
A 43 Chevrolet vörub. 1934 - Vilhelm Sveinbjörnsson
A 44 Enginn skráður
A 45 Opel fólksb. 1938 - Sveinbjörg Rósantsdóttir
A 46 Ford vörub. 1930 - Vilhjálmur Jónsson
A 47 Pontiac fólksb. 1928 - Jónas Hallgrímsson
A 48 Chevrolet vörub. 1935 - Smjölíkisgerðin Akra
A 49 Studebaker vörub. 1942 - Guðmundur Benediktson
A 50 Plymouth fóksb. 1942 - Kristján Kristjánsson
A 51 De Soto fólksb. 1929 - Guðmundur Jónsson
A 52 Studeb. fólks- og vörub. 1942 - Flutningafélag Hafnag.hrepps
A 53 Chevr.fólks- og vörub. 1938 - Valdimar Sigurgeirsson
A 54 Ford vörub. 1941 - Guðmundur Benediktson
A 55 Plymouth fólksb. 1942 - Jón Pétursson
A 56 Ford vörub. 1942 - Björn Brynjólfsson
A 57 Hudson fólksb. 1942 - Rafveita Akureyrar
A 58 Plymouth fólksb . 1937 - Stefán Halldórsson
A 59 Ford fólksb. 1942 - Kristján Kristjánsson
A 60 Plymouth vörub. 1930 - Sigurður Eggerz
Ég sjálfur tók þátt í því að reyna að eignast bílnúmer með lágu númeri. Mitt fyrsta númar var A 110. Ökukennari
minn, Höskuldur Helgason átti þetta númer en hafði það ekki á bíl þegar ég tók bílprófið og bauð mér að hafa það
um tíma. Mínir þrír fyrstu bílar báru þetta bílnúmer.
Síðan eignaðist ég númerið A 157 en það plataði ég út úr föður mínum. Alls átti ég 37 bíla með þessu bílnúmeri en
það átti ég alveg þangað til bílnúmerin breyttust þannig að þau fylgdu bílnum en ekki eigandandum. Síðasti bíll sem ég átti á þessu númeri var Ford Siera bíll en einhverjum árum áður en ég hætti sem lögreglumaður var ég staddur á lögreglustöðinni í Reykjavík og er litið út um glugga þar. Þá sé ég inni í portinu er gamla Sieran mín A 157 umkringd lögreglumönnum og fíkniefnahundum sem þefuðu bílinn allan. Þá fannst mér illa komið fyrir gamla góða bílnúmerinu mínu.
Bílarnir skiptu miklu máli hjá fólki og var stundum talað um manninn og bílinn í sömu persónu. Aðalsteinn Ólafsson frá Melgerði í Eyjafirði var þekktur borgari hér á Akureyri á síðara hluta síðustu aldar. Hann var hagyrðingur góður
og orti m.a. ljóðabálk um einn bílinn sinn sem var gamall vörubíll sem hann kallaði Koppinn.
Kynjabíll er Koppurinn
kosta- og gallagripur.
Hann er eins og eigandinn
ekki neinum líkur.
Oftast ræður heppnin hver
heilum ekur vagni.
Ending þeirra eigi fer
eftir burðarmagni.
Fé er jafnan fóstri líkt
fjörið svipað tveggja.
Síst ég hygg að sé þó ýkt
seiglan okkar beggja.
Engar reglur Koppur kann
kvikar, lög þó banni.
Oft í myrkri áfram rann
undir fullum manni.
Ýmsir túrar ónefndir
okkru gerðu að vinum.
Því mun sá er fellur fyr
fylgja síðan hinum.
Upp við kirkjualtarið
oft þið hjörtun mýkið.
En mér er kærast kvenfólkið,
Koppurinn og ríkið.
Meira síðar.
Ólafur Ásgeirsson býr á Akureyri.