Frost er úti fuglinn minn!
Já hann er napur og hefur verið s.l daga líkt og spáð hafði verið og það er ekkert lát á frekar að frostið muni herða þegar líða tekur á vikuna. Lengri langtímaspár gera jafnvel ráð fyrir þvi að nokkuð hressilegt frost verið hreinlega út árið en við skulum nú sjá til með það.
Þetta er það sem Veðurstofa Íslands leggur okkur til út vikuna.
Norðurland eystra
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Gengur í norðaustan 5-10 seint í kvöld með éljum. Frost 0 til 8 stig. Hægari á morgun, smáél og frost 3 til 12 stig.
Spá gerð: 12.12.2022 09:51. Gildir til: 14.12.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Él norðan- og austanlands og einnig syðst á landinu, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Frost 2 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Norðan 5-10 m/s og él, en léttskýjað um landið sunnanvert. Frost 5 til 14 stig.
Á föstudag:
Breytileg átt 3-10 m/s og dálítil snjókoma norðan- og vestantil, annars yfirleitt þurrt. Frost 4 til 20 stig, mest í lægðum í landslagi.
Á laugardag:
Ákveðin austlæg átt og snjókoma með köflum, einkum á Austurlandi. Dregur úr frosti.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustanstorm með snjókomu og frost 0 til 5 stig. Líkur á stífri austanátt með slyddu eða snjókomu austantil og hiti um og yfir frostmarki þar.
Við skulum búa okkur vel og hafa i huga að fuglarnir sem hafa hér vetursetu þiggja að þeim sé gefið eitthvað gott.