20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Fréttatilkynning-Ölgerðin og Egils appelsín eru bakhjarl Einnar með öllu næstu 3 árin
Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vinir Akureyrar hafa skrifað undir samning þess efnis að Ölgerðin verði aðal styrktaraðili bæjarhátíðarinnar Einnar með öllu sem fram fer um verslunarmannahelgina hvert ár. Það er því er ljóst að Egils Appelsín verður á allra vörum næstu þrjú árin.
Vinir Akureyrar sem standa að hátíðinni í samvinnu við Atvinnu,- markaðs,- og menningarteymi Akureyrarbæjar
Vinir Akureyrar er félag hagsmunaaðila í verslun og þjónustu á Akureyri og í nágrenni og er stærsti hluti kostnaðar við hátíðina greiddur af fyrirtækjum í bænum, smáum og stórum, sem leggja sitt að mörkum við að búa til skemmtilega stemningu í bænum.
Alls eru það á annað hundrað fyrirtækja sem leggja Einni með öllu og Íslensku sumarleikunum lið og eru þannig beinir þátttakendur og stuðningsaðilar en aðgangur er ókeypis á alla viðburði í bænum sem eru undir hatti Einnar með öllu.
Viðburðastofa Norðurlands sér um skipulagningu hátíðarhaldanna.
Ein með Öllu verslunarmannahelgin á Akureyri
Dagskrá um Verslunarmannahelgina á Akureyri hefur fest sig í sessi landsmanna á seinni árum og hefur dagskráin farið stækkandi og orðið fjölskylduvænni með árunum.
Um helgina verður boðið upp á þéttskipaða dagskrá af stærri og smærri viðburðum
Samráð og samtarf verður milli Einnar með öllu og ofangreindra framkvæmdaraðila í skipulagningunni.
Annað sem í boði verður:
- Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju
- Hæfileikakeppni unga fólksins
- Markaðsstemmning á Ráðhústorgi alla helgina
- Skógardagurinn í Kjarnaskógi.
- Mömmur og möffins í Lystigarðinum.
- Rafhjólamót Rafhjólaklúbbs Akureyrar
- Crossfit keppni.
- Strandblakmót
- Utanvegahlaupið Súlur Vertical sem haldið er af SV – félagasamtökum
- Vatnaboltar og Nerf stríð.
- Tívólí.
- Hátíðartónleikar á Leikhúsflötinni á sunnudagskvöldi – verður stórglæsilegt skreytt frábærum tónlistatriðum.
- Flugeldasýningu, smábátum og almennri hamingju
Enn er verið að raða saman dagskrá sem verður öll hin glæsilegasta.