Framkvæmdir við flughlað og flugstöð á Akureyrarflugvelli ganga vel.

Menn frá malbiksverktakanum Colas Ísland að störfum við hið nýja flughlað.  Mynd  Hörður Geirsson
Menn frá malbiksverktakanum Colas Ísland að störfum við hið nýja flughlað. Mynd Hörður Geirsson

Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst í þessari viku og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Nýja flughlaðið er 32 þúsund fermetrar.  

Smíði viðbyggingar  við flugstöðina er einnig í fullum gangi og miðar vel áfram.  Viðbyggingin verður 1.100 fermetra. Heildarstærð flugstöðvarinnar að verki loknu verður 2.700 fermetrar.

Hörður Geirsson var á ferð á flugvallarsvæðinu i gær og hann tók meðfylgjandi myndir.

 Mynd Hörður Geirsson

Nýjast