6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Framboðslisti Kattaframboðsins samþykktur
Listi kattaframboðsins eða K listans til sveitarstjórnarkonsinganna í maí á Akureyri hefur verið samþykktur.
Á síðasta ári boðaði Snorri Ásmundsson að nýtt kattaframboð myndi bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum á Akureyri. Hugmyndin kom í kjölfar þess að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti bann við lausagöngu katta á Akureyri frá og með janúar 2025.
Sagði hann hugmyndina á bak við framboðið þá að kettir bjóði sig fram í bæjarstjórn Akureyrar og mjálmi í burt hatursfulla bæjarfulltrúa. Þá hafa eigendur kattanna lánað þeim kennitölur sínar til að þeir verði kjörgengir.
Listi Kattaframboðsins í heild sinni:
1. Snorri Ásmundsson listamaður fyrir köttinn Reykjavík.
2. Ásgeir Ólafsson Lie markþjálfi fyrir Pusegutt.
3. Ragnheiður Gunnarsdóttir kattakona fyrir Snúbba.
4. Jóhanna María Elena Matthíasdóttir ferðamálafræðingur fyrir Pjakk.
5. Stefán Elí Hauksson tónlistamaður fyrir Mollý Mjáfjörð.
6. Eyþór Gylfason veitingamaður fyrir Jónsa.
7. Helga Sigríður Valdemarsdóttir listakona fyrir Rangó.
8. María F Hermannsdóttir húsmóðir fyrir Ragga Bjarna.
9. Íris Eggertsdóttir listakona fyrir Denna Jóga.
10. Alís Ólafsdóttir öryrki fyrir Sætu.
11. Viðar Einarsson verkamaður fyrir Ösku.