Flottar myndir Þórgnýs

Vetrardagur/mynd Þórgnýr Dýrfjörð
Vetrardagur/mynd Þórgnýr Dýrfjörð

"Ég var alinn upp við ljósmyndir og ljósmyndun og eignaðist mína fyrstu myndavél barn að aldri. Fyrir fermingu eignaðist ég góða Minolta filmuvél með skiptanlegum linsum og þá hellti ég mér út í framköllun og stækkun í svart-hvítu því pabbi átti allar græjur til þess. Ég lærði mikið á þeim tíma, " segir Þórgnýr Dýrfjörð áhugaljósmyndari á Akureyri. Í prentútgáfu Vikudags í dag sýnir Þórgnýr nokkrar glæsilegar myndir.

 "Það gefur mér mikið þegar ég finn að myndirnar mínar gleðja fólk," bætir Þórgnýr við en hann er í ljósmyndaklúbbnum ÁLKA og birtir myndir sínar á ljósmyndasíðunni, http://www.flickr.com/photos/thorgnyrd/ en auk þess eru flest myndasöfn hans á Facebook opin.

 Sem sagt: Fleiri myndir í prentútgáfu Vikudags

Sjón er sögu ríkari !

Nýjast