13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Fjórir inniliggjandi og SAk á hættustig
Fjórir eru nú innliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) vegna Covid-19. Enginn þeirra er á gjörgæsludeild en ekki fengust frekari upplýsingar um líðan þeirra.
Bjarni Jónasson forstjóri SAk segir að þegar komnir er Covid-19 smitaðir sjúklingar í innlögn þá sé SAk sett á hættustig.
"Það þýðir að dregið úr valkvæðri starfsemi og starfsfólk flutt á milli starfseininga svo unnt sé að sinna þeim einstaklingum, sem þurfa að vera í einangrum, ásamt því að sinna annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu," segir Bjarni i svari við fyrirspurn blaðsins.
Samkvæmt nýjum tölum á covid.is eru 95 einstaklingar í einangrun á Norðurlandi eystra og 574 í sóttkví.