Fjórði metan strætóinn bætist við í haust

Strætisvögnum á Akureyri sem ganga fyrir metani fer fjölgandi. Mynd/Akureyri.is
Strætisvögnum á Akureyri sem ganga fyrir metani fer fjölgandi. Mynd/Akureyri.is

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að taka tilboði Kletts og ganga til samninga um kaup á metan strætisvagni uppá rúmar 42 milljónir kr. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er gert ráð fyrir að nýi vagninn komi til Akureyrar þann 1. september. Þetta verður fjórði metan vagninn í strætóflota bæjarins en einnig eru í notkun fjórir eldri vagnar sem ganga fyrir díselolíu.

Andri Teitsson, formaður umhverfis-og mannvirkjaráðs, segir við fyrirspurn blaðsins að væntanlega verði einn díselvagninn tekinn úr umferð þegar nýi metanvagninn kemur. Þá verði haldið áfram að endurnýja bílaflotann með umhverfisvænum leiðum hvort sem það verður með metani eða rafmagni.

Metanknúinn götusópur á leiðinni

„Það er einnig vert að geta þess að við erum með fimm ferliþjónustubílta sem ganga fyrir metani og svo erum við fá hingað norður nýjan götusóp sem er metanknúinn. Hann kemur líklega eftir 1-2 vikur,“ segir Andri.

Nýjast