Fjöldi íbúa eftir sveitarfélögum 1. desember 2023

Akureyringum fjölgar milli ára en  fremur rólega.   Mynd  Vikublaðið
Akureyringum fjölgar milli ára en fremur rólega. Mynd Vikublaðið

Akureyringar  voru 20.199 um síðustu mánaðamót og hafði þeim fjölgaði um 301 miðað við 1. des í fyrra.  Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár sem birtar voru í morgun.

Hlutfallsleg fjölgun á Akureyri er 1,5% , en á landinu öllu er hlutfallið 3,0%.   Íbúar á Akureyri þann 1 des. s.l voru 20.199.

Í Norðurþingi fjölgaði íbúum um 1,2% á milli ára, íbúar þann 1 des, s.l voru 3.200.

Áhugavert er að sjá nágrannasveitarfélög Akureyrar og Norðurþings, en þar er víðast hvar bullandi uppgangur.

Eyjafjarðarsveit: 2% fjölgun.

Hörgársveit: 5,6 % fjölgun.

Svalbarðsstrandarhreppur: 5,0% fjölgun.

Grýtubakkahreppur: 5,8% fjölgun.

Þingeyjarsveit 5,3% fjölgun.

Nýjast