Far fest Africa á Græna hattinum

Total Hip Replacement
Total Hip Replacement

Tjarnarsystkinin Ösp Eldjárn og Örn Eldjárn verða með tónleika á Græna hattinum í kvöld, fimmtudagskvöldið 9. maí. Munu þau spila ljúf og angurvær lög eftir þau bæði, í bland við uppáhalds ábreiður. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

Á föstudags- og laugardagskvöld verður svo Far Fest Africa sem er tónlistarhátið þar sem hljómsveitirnar Amabadama, Total Hip Replacement og Djeli Moussa Conde koma fram. Amabadama þekkja flestir landsmenn fyrir reggae takt en Total Hip Replacement koma frá Danmörku og spila blöndu af reggae og funki.

Djeli Mousso Condé kemur frá Gíneu. Hér kemur hann með sína hljómsveit sem hefur fengið mikið lof fyrir líflegan flutning en tónlistin sveiflast á milli nútíma popptónlistar og heimstónlistar. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 22.00

Nýjast