20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Eyrarrokk 2023
Tónlistarhátíðin Eyrarrokk er haldin ár hvert í októbermánuði á tónleikastaðnum Verkstæðinu sem staðsettur er á Akureyri. Verkstæðið er nýlegur tónleikastaður sem einnig hýsir Vitann matsölustað á Strandgötu 53, en heilmiklar endurbætur hafa verið gerðar á staðnum til að gera hann sem bestan til að hýsa slíka tónlistarveislu sem fram undan er.
Þeir Helgi Gunnlaugsson vert á Verkstæðinu, Sumarliða Helgason og Rögnvaldi Rögnvaldsson fengu þá hugmynd að halda tónlistarhátíðina en þeim fannst vanta þessa tegund tónleika í bæinn, þ.e. með hljómsveitum sem sjaldan heimsækja bæinn en eiga hinsvegar fullt erindi. Um hugsjónarstarf er að ræða og taka drengirnir áðurnefndu engin laun fyrir að vinna að hátíðinni og fer inngangseyri eingöngu í að greiða hljómsveitum , sem þær nota gjarnan til að dekka ferðakostnað en Eyrarrokkið sér um gistinguna. Innkoman ein og sér er hinsvegar ekki stórkostleg upphæð og því reynir á styrktaraðila sem vilja hjálpa til og hefur Eyrarrokk notið góðs af nokkrum slíkum. Þeir mættu þó gjarnan vera fleiri.
Eyrarrokk var fyrst haldin árið 2021 og verður því haldið í þriðja sinn núna í október. Hljómsveitirnar eru 14 talsins sem koma fram í ár á tveimur kvöldum 6. og 7. Október. Fram koma Langi Seli og skuggarnir, Rock paper sisters, GG blús, Múr, Sóðaskapur, Miðnes, Leður, Celebs, Fræbbblanir, Exit, Trúboðarnir, Deep Jimi and the Zep creams, Thinktak og Magni. Það er að sjálfsögðu von viðburðarhaldara að hægt verði að festa hátíðin almennilega í sessi og hvetja því sem flesta til að nálgast miða á tix.is en hægt er að kaupa bæði miða á stakt kvöld sem og helgarpassa.
Nánari upplýsingar eru svo á facebook síðunni Eyrarrokk.