Akureyringar á meðal þeirra hamingjusömustu

Oft hefur verið sagt að gott sé að búa á Akureyri. Ný könnun styður einmitt það. Mynd/Ármann Hinrik.
Oft hefur verið sagt að gott sé að búa á Akureyri. Ný könnun styður einmitt það. Mynd/Ármann Hinrik.

Vest­manna­eyj­ar, Ak­ur­eyri og Eyja­fjörður eru þau svæði sem koma best út í nýrri skoðana­könn­un meðal íbúa lands­ins á bú­setu­skil­yrðum, ham­ingju og viðhorfi til síns sveit­ar­fé­lags. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi og greint er frá mbl.is. Að könn­un­inni stóðu lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga á land­inu ásamt Byggðastofn­un. Niður­stöðurn­ar byggja á svör­um frá 10.253 þátt­tak­end­um.

Í könn­un­inni var spurt um 40 bú­setuþætti. Var þannig spurt um hús­næðismál, netteng­ing­ar, vöru­verð, þjón­ustu við fatlaða og aldraða, skóla­mál og fleira. Efn­is­atriðin voru því fjöl­breytt. Þætt­ir á borð við friðsæld, nátt­úru og loft­gæði fengu al­mennt nokkuð háar ein­kunn­ir.

Í Morg­un­blaðinu seg­ist Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, al­sæl með niður­stöðurn­ar og þær komi henni ekki á óvart. „Lífs­gæðin hérna eru bara óskap­lega góð. Hér er nátt­úru­feg­urð og mik­il lífs­gæði fólg­in í því að þurfa ekki að vera lengi í um­ferð á morgn­ana. Stöðugt og gott at­vinnu­líf og mikið um að vera í þó ekki stærri bæ en Ak­ur­eyri,“ sagði Ásthild­ur og bætti við: „Þetta er bara frá­bær staður til að búa á.“

Nýjast