Engin þörf fyrir jafnréttisfulltrúa
Þessar fullyrðingar eru algjörlega úr lausu lofti gripnar, segir Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Andrea Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi Vinstri grænna sagði í viðtali í Vikudegi í síðustu viku að bæjaryfirvöld væru áhugalaus um jafnréttismál og taka þyrfti málaflokkinn fastari tökum. Þá vill Andrea ráða sérstakan jafnréttisfulltrúa í fullt starf. Oddur Helgi er ekki sammála. Ég hef setið lengi í bæjarstjórn og Akureyrarbær hefur í gegnum tíðina verið í fararbroddi í jafnréttismálum.
Um hvort komi til greina að ráða jafnréttisfulltrúa í fullt starf segir Oddur Helgi: Ég tel enga þörf á því. Hjá Akureyrarbæ er starfandi jafnréttisfulltrúi í hlutastarfi."
throstur@vikudagur.is