Enginn í einangrun á Norðurlandi eystra

Engin er nú í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra en þetta kemur fram á covid.is. Sjö eru áfram í sóttkví. Fimm ný inn­an­lands­smit kór­ónu­veiru greind­ust á sam­eig­in­legri deild sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­ans og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar í gær. 

Þrír þeirra sem greind­ust inn­an­lands í gær voru í sótt­kví en hinir tveir voru utan sótt­kví­ar. Alls eru 95 í ein­angr­un, flestir á höfuðborgarsvæðinu og 720 í sótt­kví.

Nýjast