Engin áramótabrenna á Akureyri

Búið er að aflýsa áramótabrennu sem jafnan er haldin við Réttarhvamm. Ekki þykir ábyrgt vegna stöðu …
Búið er að aflýsa áramótabrennu sem jafnan er haldin við Réttarhvamm. Ekki þykir ábyrgt vegna stöðu mála í heimsfaraldri að stefna fjölda fólks saman. Mynd á vef Akureyrarbæjar.

Ákveðið hefur verið að halda ekki áramótabrennur á vegum Akureyrarbæjar að þessu sinni. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar.

"Ekki er talið skynsamlegt að halda fjöldasamkomur, nú þegar takmarkanir vegna sóttvarna miðast við 50 manns, faraldurinn er í vexti og mikil óvissa um þróunina næstu daga og vikur," segir í tilkynningu. "Þetta er í samræmi við ákvarðanir annarra sveitarfélaga, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að áramótabrennur fari fram utandyra draga þær að sér fjölda fólks og mikilvægt að sveitarfélög hvetji ekki til hópamyndunar við þessar aðstæður."

Nýjast