Ekkert skíðað í Hlíðarfjalli fyrir áramót

Hlíðarfjall.
Hlíðarfjall.

Sam­kvæmt reglu­gerð um tak­mörk­un á sam­kom­um vegna Covid-19 sem tók gildi í gær og gild­ir til 12. janú­ar verður ekki hægt að opna skíðasvæði lands­ins fyrr en á nýju ári.  Stefnt var að því að opna Hlíðarfjall þann 17. desember.

Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir í samtali við Vikublaðið en það séu vonbrigði að geta ekki opnað en lítið sé við þessu að gera.  „Við horfum bara til 12. janúar og vonum að við getum opnað þá," segir Brynjar.

Nýjast