Einstakt og skemmtilegt

"Þetta var vægast sagt einstakt og afar skemmtilegt ferðalag. Ferðin á pólinn tók aðeins tæpa 4 sólarhringa og vorum við komin þangað um hádegi laugardaginn  19. október. Þar var þá mjög gott veður, logn, heiðskýrt og 15-20° frost en svo gott veður er ekki sjálfgefið á þessum stað. Því var ákveðið að drífa í að framkvæma athöfnina þ.e. hlaupið með eldinn og náðist að klára allt fyrir miðnætti,“ segir Steingrímur Jónsson prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun. Hann var  fulltrúi íslenskra vísindamanna á Norðurpólnum, er hlaupið var með ólympíueldinn þar fyrr í mánuðinum. Íslenska utanríkisráðuneytið var beðið af rússneskum yfirvöldum að tilnefna vísindamann til þátttöku í ferð með ísbrjótnum 50 Let Pobedy, sem sigldi mun með ólympíueldinn frá Múrmansk í Rússlandi á Norðurpólinn.

Nýjast