Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri er nú á hættustigi og viðbragðsstjórn fundar daglega um stöðuna, en einn ligg…
Sjúkrahúsið á Akureyri er nú á hættustigi og viðbragðsstjórn fundar daglega um stöðuna, en einn liggur þar nú í öndunarvél með kórónuveiru. Mynd MÞÞ

Einn sjúk­ling­ur ligg­ur á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri með kórónuveiru og er hann í önd­un­ar­vél. Á Norðurlandi eystra voru 62 skráðir með kóvid 19 í gær og 78 manns í sóttkví.

Sjúkrahúsið er því á hættustigi um þessar mundir og fundar Viðbragðsstjórn SAk daglega. Ástandið kallar á viðbótarálag á starfsfólk enn einu sinni í þessum faraldri, „og nú sem aldrei reynir á úthald og samstöðu sem hingað til hefur verið til fyrirmyndar,“ segir á vef Sjúkrahússins á Akureyri. Takmarkanir eru á heimsóknum, ein heimsókn á dag leyfileg til hvers sjúklings.

Spá um þróun að raungerast

Þórólfur Guðnason skrifar pistil í dag á vefinn Covid.is og segir þar að spá um þróun faraldursins sé að raungerast. Útbreiðsla smita að aukast í kjölfar afléttinga takmarkana, auk þess sem fjöldi þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir sé að aukast. Á Landspítala eru nú 16 sjúklingar, þar af eitt barn inniliggjandi með kórónuveiru, tveir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél. Um 2% þeirra sem greinast með kóvid þurfa á sjúkrahúsvist að halda og eru um 60% þeirra fullbólusettir að því er fram kemur í pistli sóttvarnarlæknis.

 

Nýjast