Einkaaðilar vilja kaupa Leigufélagið Hvamm

Samsett mynd/epe
Samsett mynd/epe

Soffía Helgadóttir sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokks í Norðurþingi hefur gagnrýnt harðlega fyrirhugaða sölu sveitarfélagsins á Leigufélaginu Hvammi ehf. Leigufélagið sem er í eigu Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps hefur leigt út íbúðir í fasteigninni á reitnum að Útgarði 4 á Húsavík.

Í samtali við Skarp staðfestir Kristján Þór að Steinsteypir ehf og fleiri einkaaðilar á svæðinu hafi sýnt félaginu áhuga. Hann segir fyrirspurnum hafa verið svarað á þann hátt að félagið verði ekki selt nema að undangengnu opnu söluferli. „Það er hluthafasamkomulag um að auglýsa og selja félagið ef viðunandi tilboð berst þá í hlutafé,“ segir hann

Aðspurður hvers vegna nauðsynlegt sé að selja félagið segir Kristján Þór eina af megin ástæðunum fyrir ákvörðuninni um að auglýsa félagið vera þá að horft sé til þess að koma af stað frekari uppbyggingu á reitnum. „Það yrði alltaf ein af kvöðunum ef af sölu yrði að þeir aðilar sem keyptu myndu byggja annan áfanga á reitnum og þannig fjölga búsetuúrræðum fyrir eldri aldurshópa.“ Nánar er fjallað um málið í Skarpi sem kom út í gær.

- Skarpur, 6. júní 2017

Nýjast