Focus heldur tónleika á Græna hattinum

Focus verður á Græna hattinum um helgina.
Focus verður á Græna hattinum um helgina.

Helgin á Græna Hattinum verður fjölbreytt að vanda hefst með tónleikum Eyþórs Inga í kvöld, fimmtudagskvöld. „Eyþór Ingi er án efa einn af okkar fremstu söngvurum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð blanda af þessu tvennu og gott betur. Eyþór hefur farið sigurför um landið, einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni,“ segir í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

Hollenska prog-rock hljómsveitin Focus heimsækir Ísland í annað sinn um helgina og verða á Græna hattinum á föstudagskvöldið. Fyrir tveimur árum kom sveitin á Græna hattinn og hélt þá einhverja eftirminnilegustu tónleika sem þar hafa verið haldnir og vildu þeir endurtaka leikinn. Focus er þekktasta hljómsveit Hollands og hefur gefið út 10 plötur og eru um þessar mundir að vinna að þeirri elleftu. Á tónleikunum flytja þeir öll sín þekktustu lög, auk þess sem einhver splunkuný lög fá að heyrast. Nú nýlega átti þeirra frægasta lag „Hocus Pocus“ stóra rullu í hinni gríðarvinsælu kvikmynd Baby Driver. Focus eru einnig með tónleika á Hard Rock Cafe í kvöld, fimmtudagskvöld og Egilbúð Neskaupsstað lau.23.sept. Tónleikarnir á Græna hattinum hefjast kl. 22.00.

AC/DC, hinni goðsagnakenndu hljómsveit, sem á mest seldu rokkplötu allra tíma, Back In Black, og hátt í 200 milljón plötur seldar um heim allan á rúmlega 40 ára ferli, verður gert hátt undir höfði laugardagskvöldið 23. september. Á tónleikunum fá aðdáendur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell, Hells bells, Let there be rock og fleiri stórsmelli. Hljómsveitina skipa þeir Stefán Jakobsson (söngur), Dagur Sigursson (söngur), Ingó Geirdal (gítar), Franz Gunnarsson (gítar), Magnús Magnússon (babies) og Guðni Finnsson (bassa). Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

 

Nýjast