20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Ef til vill rætast óskir
Ef til vill rætast óskir, viðburður þar sem flutt verða lög og ljóð Elísabetar Geirmundsdóttur, listakonunnar í Fjörunni. Dagskráin verður laugardaginn 26. ágúst kl 17:00 í Minjasafnskirkjunni.
Tónlistarkonurnar Harpa Björk Birgisdóttir, söngur, Helga Kvam, píanó, Kristjana Arngrímsdóttir, söngur og Þórhildur Örvarsdóttir, söngur sjá um flutning sönglaganna og ljóðin lesa Anna Sonja Ágústsdóttir, Bergþóra Aradóttir, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, Embla Björk Jónsdóttir, Guðrún Ásta Þrastardóttir og Hafdís Eygló Jónsdóttir.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hægt er að hlusta á tónleikana í garði Minjasafnsins ef húsrúm leyfir ekki fleiri áhorfendur, gott getur verið að koma með teppi og léttan stól með sér.
Viðburðurinn er styrktur af Sóknar áætlun Norðurlands eystra og Akureyrarstofu í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri.