20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Dúó Stemma í Hömrum
Föstudaginn 4. nóvember kl. 12 leikur Dúó Stemma á hádegistónleikum Tónlistarfélags Akureyrar í Hömrum.
Dúó Stemma er skipað Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout. Þau flytja efnisskrá sem samanstendur af íslenskum þjóðlögum, þulum og vísum. Sumt hefur verið skrifað fyrir þau og annað hafa þau sjálf útsett. Þau leika á víólu, marimbu, íslenskt steinaspil, allskonar hefðbundin og heimatilbúin hljóðfæri. Markmið þeirra er að skapa skemmtilega þjóðlega stemmningu í tali, tónum og hljóðum.
Dúó Stemma hlaut viðurkenninguna "Vorvindar" frá IBBY samtökunum árið 2008 fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi.