Demantshringurinn formlega opnaður 6. september

Séð yfir Dettifossveg. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Séð yfir Dettifossveg. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Formleg opnunarhátíð Demantshringsins verður sunnudaginn 6. september en áður hafði þurft að fresta viðburðinum sem átti að halda þann 22. ágúst. Dagskráin er óbreytt.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands opnar hátíðina og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra klippa á borðann. Þá verður Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings með ávarp.

Í tilkynningu segir að Demantshringurinn sé 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.

Nýjast