Vinir Akureyringa í Curitiba

Magnús Ólason og Eiríkur Björn Björgvinsson
Magnús Ólason og Eiríkur Björn Björgvinsson

Í síðustu viku tók Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, á móti góðum gjöfum og skjölum frá borgarráði Curitiba í Brasilíu. Magnús Ólason afhenti bæjarstjóra gjafirnar en Magnús er búsettur í Curitiba og var fulltrúi Akureyrarbæjar við athöfn í byrjun október þegar borgarráð Curitiba afgreiddi með formlegum hætti ákvörðun sína um vinabæjartengsl við Akureyri.

Meðal þess sem barst frá Curitiba var bók um borgina, skjal þar sem staðfest er að Curitiba hafi gert Akureyri að vinabæ sínum og skjöldur til minningar um að 150 ár eru liðin frá fyrstu Brasilíuferðunum. Á næsta ári er reiknað með heimsókn til Akureyrar frá fulltrúum íbúa Curitiba sem eiga ættir að rekja til Íslands og mun sveitarfélagið taka á móti þeim. Unnið er að gagnkvæmum vinabæjartengslum af hálfu Akureyrarkaupstaðar.

Nánar um þetta á vef Akureyrarbæjar

Nýjast