Vill jógavæða bæinn

Jóga er gott fyrir sálarlífið, segir Rósa Matthíasdóttir/mynd þröstur ernir
Jóga er gott fyrir sálarlífið, segir Rósa Matthíasdóttir/mynd þröstur ernir

„Það má segja að þetta sé langþráður draumur að rætast. Mig hefur alltaf langað að kenna jóga og lít á það sem einstakt tækifæri að geta boðið mínu heimafólki upp á hugleiðslu,“ segir Rósa Matthíasdóttir,

sem opnaði nýlega jógastöðina Lótuslindina á Akureyri. Þar mun Rósa miðla þekkingu sinni á jóga til bæjarbúa. „Mig langar til að jógavæða Akureyri, það er komin tími til að slaka á,“ segir hún og hlær.

„Ég vildi hafa þetta lítið og persónulegt. Ég geng út frá því að byggja upp traust umhverfi, þar sem fólk getur leyft tilfinningunum að flæða. Að mínu mati er jóga eitt það besta sem hægt er að gera fyrir sálarlífið, ég lít á þetta sem mitt akkeri í lífinu. Ég hef glímt við heilsuleysi í tuttugu ár, þar á meðal vegna vefjagigt og Kundalini jóga umbreytti lífi mínu.“

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast