Víkurskarðið ófært

Kort vegagerðarinnar
Kort vegagerðarinnar

Veður fer versnandi til hádegis norðaustan- og austanlands með NV-stormi og dimmri ofanhríð suður um á miðja Austfirði. Á Norðurlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum en þó er skafrenningur eða éljagangur nokkuð víða, samkvæmt upplýsingavef Vegagerðarinnar.  Á Grenivíkurvegi er þæfingsfærð og óveður en ófært er um Víkurskarð. Stórhríð er við Húsavík en Dettifossvegur er þungfær.

Nýjast