Vandi heilbrigðiskerfisins var fyrirséður

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri

Læknaráð Sjúkrahússins á Akureyri hvetur stjórnvöld til að standa með hagsmunum landsmanna sem felast í starfhæfu heilbrigðiskerfi. Í ályktun læknaráðsins segir að slíkt sé forsenda þess að læknar sjái sér fært að snúa aftur heim til starfa að loknu sérnámi.

“Stór loforð voru gefin fyrir síðustu alþingiskosningar og hvetur læknaráðið stjórnvöld til að efna þau. Ráðið minnir á að núverandi vandi heilbrigðiskerfisins var fyrirséður og við honum varað. Ráðið tekur undir áskorun annarra lækna til stjórnvalda um að endurskoða fjárlagafumvarpið 2014 og einhenda sér í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Til þess þarf að huga jafnt að tækjabúnaði, kjörum, aðstöðu og mönnun” segir í ályktun.

Nýjast